22.02.1929
Neðri deild: 5. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

Haraldur Guðmundson:

Jeg sje enga sjerstaka ástæðu til að þakka stjórninni framkomu frv. þessa. Mjer finst það eðlilegt og sjálfsagt í alla staði, að stjórnin beri fram frv. um lánsstofnun bændum til hagsbóta. En jeg verð að átelja það, að í frv. vantar nauðsynleg og sjálfsögð ákvæði, en það eru ákvæði um lánveitingar til ræktunar kringum kaupstaði og sjávarþorp, t. d. smábýlaræktunar og nýbýla. Mig furðar á þessu, þar sem kunnugir telja, að sú grein landbúnaðarins sje engu síður áríðandi og arðvænleg en aðrar. Jeg vildi benda á þetta strax, svo að hægt verði að athuga það til 2. umr., og vona jeg, að það verði gert af nefndinni.