13.03.1929
Neðri deild: 21. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í B-deild Alþingistíðinda. (531)

3. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Sigurður Eggerz:

Að því er snertir kosningu borgarstjóra ætla jeg aðeins að vísa til þess, sem jeg hefi áður sagt um það atriði, og bæta því við, að það liggur í hlutarins eðli, að ef hann er kosinn af borgurunum, þá hefir hann við það miklu meira aðhald; t. d. mætti ætla, að borgarstjórinn færi ennþá gætilegar í fjármálum, er hann á kosningu sína undir bæjarbúum, en þau mál skifta afarmiklu fyrir bæina. Ætti aldrei að kjósa annan borgarstjóra en þann, sem færi gætilega í fjármálum.