20.03.1929
Neðri deild: 27. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 579 í B-deild Alþingistíðinda. (549)

3. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Sigurður Eggerz:

Jeg ber hjer fram brtt., sem verið er að prenta og von er á hingað þá og þegar. Vona jeg, að hæstv. forseti sýni henni þá velvild að leita afbrigða frá þingsköpum til þess að hún megi koma hjer til umræðu og atkvæða, þótt skrifleg sje. Till. hljóðar svo:

Á eftir 19. gr. komi svo hljóðandi Ákvæði um stundarsakir:

Kosning bæjarstjóra (borgarstjóra) samkvæmt lögum þessum kemur ekki til framkvæmda fyr en útrunninn er kjörtími núverandi bæjarstjóra (borgarstjóra), nema staðan verði fyr laus af öðrum ástæðum.

Jeg sje ekki ástæðu til að gera nánari grein fyrir því, sem í till. felst. Þetta atriði hefir verið dálítið rætt hjer áður og enginn hefir andmælt því, að Alþingi megi ekki ganga á undan í því að taka af mönnum veitt embætti. Um þetta býst jeg við, að allir sjeu sammála, og þarf jeg því ekki meira um það að segja. Vísa jeg til ummæla hæstv. forsrh. í þessu efni.