26.04.1929
Efri deild: 54. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 589 í B-deild Alþingistíðinda. (562)

3. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg álít, að hv. 3. landsk. hafi sjálfur skýrt það atriði rjettilega, er hann vildi láta heita ósamræmi. Vitanlega takmarkast ákvæði 6. gr. af því, er segir í 3. gr.

Hv. 3. landsk. talaði um, að verið væri að taka rjettinn til að kjósa borgarstjóra af bæjarfjelaginu. (JÞ: Borgurunum). Vitanlega eru það borgararnir, er kjósa borgarstjórann áfram, en aðeins um hendur bæjarfulltrúanna.