26.04.1929
Efri deild: 54. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í B-deild Alþingistíðinda. (564)

3. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Já, jeg álít, að það stefni ekki í átt til aukins lýðræðis. En það er engan rjett verið að taka af borgurunum. Þeir kjósa borgarstjóra um hendur fulltrúa sinna, þeirra, er þeir hafa kosið í bæjarstjórn. Annars er rjett að bíða með að ræða þetta til 3. umr., úr því að því hefir verið lýst yfir, að brtt. komi fram um þetta atriði.