03.05.1929
Neðri deild: 60. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 640 í B-deild Alþingistíðinda. (608)

3. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg þarf ekki að víkja neitt að efni frv., því að mín skoðun er þar áður kunn. Jeg vil aðeins taka það fram um þá brtt., sem fram er komin, að jeg geri ráð fyrir að vera á móti henni, því að jeg álít það vera vafamál, hvort frv. nær fram að ganga, ef hún verður samþ. Jeg efast um, að hv. Ed. samþ. frv. með þessari breyt., og þá verður það að fara í Sþ., en þar þarf 2/3 atkv. til samþykkis. Jeg mun því greiða atkv. á móti brtt. til þess að stofna málinu ekki í hættu.