03.05.1929
Neðri deild: 60. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 643 í B-deild Alþingistíðinda. (612)

3. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Hákon Kristófersson:

Það er misskilningur hjá hv. þm. Dal., að jeg hafi á nokkurn hátt verið að reyna að gera orð mín hlægileg.

Annars stóð jeg aðallega upp til að benda hv. þm. á, að það er ekki honum sæmandi að segja það, að allar hreppsnefndir sjeu svo pólitískar, að málum kjósendanna sje ekki þess vegna borgið hjá þeim. Það er sannarlega óþarfa hræðsla hjá hv. þm.

Jeg mótmæli því, að jeg hafi ætlað að gera hv. þm. hlægilegan, þó að jeg gæti ekki annað en brosað að ummælum hans, einkum þar sem hann gleymdi að lesa upp byrjunina á liðnum, en las bara seinni partinn. (SE: Jeg vildi láta hv. þm. skilja þetta: Það má alveg eins útiloka ríkan mann fyrir að hann er letingi eða slæpingi). Við skulum taka til dæmis mann, sem hefir unnið glæpsamlegt athæfi í augnabliksyfirsjón. Af hverju má hann ekki hafa kosningarrjett, ef hann kemur eins og iðrandi syndari á kjörstaðinn?