15.04.1929
Neðri deild: 45. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1276 í B-deild Alþingistíðinda. (684)

16. mál, fjárlög 1930

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það var alveg rjett hjá þeim hv. þm., sem nú settist niður, að stjórnarandstæðingar hafa beitt málfrelsi sínu til hins ýtrasta, svo að þeir mega allir heita dauðir — með einni undantekningu þó. Þessi undantekning er hv. 3. þm. Reykv. (JÓl). Hann hefir ekki tekið til máls við þessar umr. Það vill svo til, að þetta er sá sami hv. þm., sem braut á bak aftur mótstöðu íhaldsins gegn byggingar- og landnámssjóðnum. Jeg vil nota tækifærið til að votta þessum hv. þm. þakklæti mitt, bæði fyrir framkomu hans í því máli og nú við þessar umr. Hann hefir í bæði skiftin sýnt, hvernig hann stendur gagnvart flokksbræðrum sínum.