17.05.1929
Efri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2047 í B-deild Alþingistíðinda. (894)

16. mál, fjárlög 1930

Páll Hermannsson:

Jeg stend aðallega upp til að gera hv. grein fyrir, af hverju n. á í raun og veru engan frsm. við þessa umr. Það stafar af því, að n. tók í raun og veru enga ákvörðun um fjárl. Það komu fram í n., án þess að vera samþ. af meiri hl. hennar, þær raddir, að rjett væri að taka við fjárl. eins og þau liggja fyrir. Það heyrðust líka raddir um það í n., að sumar breyt., sem Nd. gerði við eina umr., væru til hins verra frá því, sem Ed. hafði samþ. við 3. umr. í því sambandi voru nefndir ýmsir liðir, svo sem styrkir til utanferða, sjúkrastyrkir og styrkir til ákveðinna minningarsjóða, en n. gerði enga ályktun um þessi atriði. Hinsvegar kom það skýrt í ljós, eins og hv. form. n. hefir getið um, að menn óskuðu ekki að gera neinar breyt. nú, svo að fjárl. þyrftu ekki að fara til Sþ. Jeg vænti þess, að hv. dm. skilji, af hverju enginn frsm. er fyrir n. hönd, og hefi jeg þá ekki fleiri upplýsingar að gefa.