17.05.1929
Efri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2049 í B-deild Alþingistíðinda. (896)

16. mál, fjárlög 1930

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vil aðeins slá því föstu, að meiri hl. fjvn í Nd. hefir dyggilega fetað í fótspor meiri hl. fjvn. hjer, með því að rýra framlög til vegalagninga en hrúga saman styrkjum til einstakra manna og stofnana. Sem dæmi skal jeg nefna Fjarðarheiðarveginn. Framlag til hans hafði Ed. samþ. með miklum meiri hl. atkv., en Nd. feldi það niður. Hinsvegar hefir Nd. samþ. námsstyrki, sjúkrastyrki og hækkað eftirlaun. Ennfremur samþ. Nd. að endurborga úr lífeyrissjóði tillög, sem greidd hafa verið í hann af mönnum, sem vitaskuld voru orðnir aldraðir, þegar þeir byrjuðu að leggja í sjóðinn, en ekki er. sanngirnisrjettur að leyfa endurgreiðslu á nema því aðeins, að miklu lengra verði gengið á þeirri braut, og er hjer því um háskalegt fordæmi að ræða. Jeg álít því, að í þessu efni sje ekki hægt að gera upp á milli meiri hl. n. hjer og í Nd. Samt varð niðurstaðan sú, að fjvn. gat ekki komið sjer saman um að gera brtt., þar sem samkomulag var um, að breytingarnar, sem samkomulag náðist um í fjvn. þessarar deildar, væru svo litlar, að ekki svaraði kostnaði að hleypa fjárl. í Sþ. þeirra vegna.