04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2147 í B-deild Alþingistíðinda. (944)

15. mál, laganefnd

Hákon Kristófersson:

* Ræðuhandr. óyfirlesið. Það er ekki ætlun mín að vekja sennur, og mun jeg því verða stuttorður. Hv. frsm. sagði, að jeg hefði það eftir öðrum, er jeg nefndi hinn ágæta mann skrifstofustjóra Alþingis. Jeg þurfti ekki að láta aðra segja mjer neitt um það; jeg fór þar eftir minni eigin reynslu. En nú vil jeg leyfa mjer að spyrja hv. frsm. að einu: Álítur hann, að hverri stj. beri skylda til að skipa slíka n.? Það gæti setið sú stj. við völd, sem áliti, að slík n. væri óþörf. Og hvað verður þá úr þessum leiðtogum, þessum skapandi krafti og mentandi löggjöf, sem þjóðinni áskotnaðist fyrir atbeina hinnar ágætu n.?

Þá bar hv. þm. sig þeim ómaklegu brigslum, að vantaði lögfræðilega aðstoð í allshn., þar sem hv. þm. hefir átt sæti um undanfarin ár, að því ógleymdu, að hv. 2. þm. Árn. á einnig sæti í þeirri n. — Jeg vil algerlega mótmæla þessum ummælum hv. þm.; mjer finst að þau sjeu alveg ómakleg. (GunnS: Þetta er ekki rjett haft eftir). Jeg sem allshn.maður hefi ekki fundið annað en að hv. þm. sje mjög skýr á lögfræðileg málefni og veiti góðar upplýsingar í þeim efnum, en það kann að vera, að mig skorti dómgreind til þess að dæma um slíka hluti, og mun jeg því ekki deila við hv. frsm.