04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2150 í B-deild Alþingistíðinda. (948)

15. mál, laganefnd

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Hv. samþm. minn (EJ) er farinn burt úr d. og get jeg því illa svarað honum. Hv. þm. gat þess, að ef jeg beitti mjer fyrir þessu máli, skyldi hann koma mjer út úr þinginu. Hann hefir tvisvar gert tilraun til þess áður, en tókst ekki, og ef honum ætti að takast tilraunin nú í þriðja skifti, yrði honum að vaxa fiskur um hrygg, en slíkt er nú ekki útlit fyrir, að minsta kosti ekki sem stendur.

Ýmsir hv. þm. hafa orðið til þess að segja, að laganefndin yrði til þess að draga úr áliti þingsins. Þetta er hreinasti misskilningur. N. hlyti altaf að verða til mikils gagns fyrir þingið og bæta löggjöfina að forminu til. Og í því sambandi vil jeg benda á, að sú af nágrannaþjóðum okkar, sem viðurkend er að hafa lög sín best úr garði gerð, hefir slíka n. til aðstoðar þinginu, en það eru Svíar.