06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í B-deild Alþingistíðinda. (96)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

Magnús Guðmundsson:

Jeg vildi aðeins beina þeirri fyrirspurn til þeirra hv. þm., sem ekki vilja láta gera neina breytingu á frv., hver sje ástæðan fyrir því, að það á að lána meira út á smábýli í nánd við kaupstaði heldur en jarðir uppi í sveit. Þetta finst mjer vera ósamræmi og með öllu órjettlátt, og vil því beina þessari fyrirspurn til forgöngumanna þessa máls, og þá sjerstaklega hæstv. forsrh.