06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í B-deild Alþingistíðinda. (97)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Hv. 1. þm. Skagf. fer húsavilt, þegar hann beinir þessari fyrirspurn til mín. Hann á að snúa sjer til flokksbræðra sinna í hv. Ed., því að það eru þeir, sem hjer eiga að svara til sakar. Hv. 4. landsk. hafði borið þar fram till. um þetta, sem hann svo tók aftur til nánari athugunar, en þá voru þær teknar upp af íhaldsmönnum og samþ. af þeim með stuðningi jafnaðarmanna. Jeg lít svo á, að þetta hafi verið gert í svo miklu flaustri og sje svo losaralega undirbúið, að það þurfi að takast til endurskoðunar á næsta þingi; ekki þetta eina atriði eingöngu, heldur allur bálkurinn í heild.