08.03.1930
Neðri deild: 48. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1215 í B-deild Alþingistíðinda. (1033)

5. mál, sveitabankar

Lárus Helgason:

Ég held, að of mikill gustur hafi verið gerður um brtt. n. Það hefir verið talað eins og hér væri stór hætta á ferðum, hvernig fara mundi um opinbert fé, fé kirkna, fé ómyndugra o. fl. Ég held að slíkar fjárhæðir standi inni hjá bændum. Um fé kirkna er það víst afar sjaldgæft. Og ef svo er, þá mun það vera helzt hjá vel stæðum bændum. Yfirleitt eru þessi lán til svo stutts tíma, eins árs, að hættan er ekki sérlega mikil. Og það verður að hafa það hugfast, að ekki má gera lánskjörin of þröng og erfið, því þá minnkar líka það gagn, sem þessar stofnanir gera.

Það er ekkert annað en grýla, að hér sé um mikla hættu að ræða, þótt brtt.samþ. N. tók þetta atriði til rækilegrar athugunar og komst að þeirri niðurstöðu, að svo væri ekki. Og ég vænti þess, að hv. d. komist að svipaðri niðurstöðu og samþykki brtt. n.