28.03.1930
Efri deild: 63. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1232 í B-deild Alþingistíðinda. (1072)

5. mál, sveitabankar

Frsm. (Jón Jónason):

Ég skildi ekki hv. 5. landsk., er hann var að tala um, að það yki reikningshald að hafa gjalddaga fleiri en einn. Ég veit ekki, hvort hv. þm. átti við það, að allir ættu að borga upp lán sín á sama degi, þannig að ef maður fær lán í janúar, sem hann þarf til tveggja mánaða, þá megi hann ekki borga það upp fyrr en t. d. 10. des., ef það væri gjalddagi félagsins. Slíkt kemur vitanlega ekki til mála. Það, sem til er ætlazt, er það, að allir félagsmenn séu skuldlausir einu sinni á ári.

Um brtt. okkar er það að segja, að þær gera frv. mjög á sömu lund og það fór frá þessari d., ef þær verða samþ.

Þá gerði hv. 3. landsk. enga aths. við frv. En ég sé nú, við athugun, að í prentun hefir fallið niður úr brtt. við 7. gr. Þetta þarf að laga. Ég held því, að ágreiningurinn sé í raun og veru lítill. Vildi ég því leyfa mér að mælast til, að málið verði tekið af dagskrá að sinni. Er gott að fá þetta sem skýrast orðað, og má vinna svo fljótt að því, að málið geti komið til afgreiðslu á morgun.