24.02.1930
Efri deild: 33. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1247 í B-deild Alþingistíðinda. (1097)

14. mál, Menntaskólinn á Akureyri

Frsm. (Erlingur Friðjónsson):

Þegar mál þetta var til 2. umr., voru teknar aftur tvær smábrtt., og út af því flytur n. brtt. sínar á þskj. 168. Fara þær fram á það, að bæta latínu við sem námsgrein, en jafnframt skal kennslumálaráðuneytinu heimilt að fjölga eða fækka námsgreinum, ef skólameistari mælir með breytingunni.

Í frv. um Menntaskólann í Reykjavík er þetta líka heimilað, þó að það sé þar í 6. gr., en ekki í 4. gr. eins og gert er ráð fyrir hér, og n. leit þannig á, að rétt væri að láta þessa heimild gilda einnig fyrir skólann á Akureyri, og með því væri þá líka gengið að nokkru leyti inn á hugmynd þeirra þm. tveggja, sem fluttu brtt. um þetta á þskj. 149 við 2. umr., en tóku þá aftur.

Ég hefi svo ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta meira og vona, að deildin taki þessari brtt. vel og fallist á, að hún sé til bóta á frv.