02.04.1930
Neðri deild: 69. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1270 í B-deild Alþingistíðinda. (1125)

14. mál, Menntaskólinn á Akureyri

Magnús Guðmundsson:

Það er leitt að fá þessar brtt. inn á fundinn, þegar enginn tími er til að athuga þær. En um það tjáir ekki að sakast.

Ég vil spyrja hæstv. dómsmrh. að því, hvort ætlazt er til þess, að greidd verði skólagjöld í ríkissjóð að auki, þó að 19. gr. verði látin halda sér. (Dómsmrh.: Nei). Þá er hér verið að fella burt gjöld, sem ella renna í ríkissjóð. (Forsrh.: 30 þúsundir). Já, þau nema að vísu ekki 30 þús. kr. úr þessum eina skóla, en munu vera það samtals. Fyrst þessu er svo farið, mun ég greiða atkv. með brtt. hv. þm. Ísaf., en með öðrum forsendum en hann. Ég finn ekki ástæðu til að taka þessi gjöld af ríkissjóði, þegar hann á að halda uppi skólanum eftir sem áður.