02.04.1930
Neðri deild: 69. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1271 í B-deild Alþingistíðinda. (1127)

14. mál, Menntaskólinn á Akureyri

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég vil endurtaka það, að eins og alþýðuskóli á að koma á Norðfirði, en skóli fyrir sveitirnar á hinsvegar að vera á Eiðum, svo á og að koma á Akureyri gagnfræðaskóli, sem sé léttari og með lægri aldurstakmarki en héraðsskólarnir, ef Akureyrarbær vill leggja fram til slíks skóla það, sem tilskilið er. En í menntaskólahúsinu yrði skóli, mjög svipaður Möðruvallaskóla, fyrir sveitirnar, þar til Eyfirðingar kynnu að vilja flytja skólann upp í sveit, en alls engin undirbúningsdeild undir menntaskólann. (HG: Er það meiningin, að þeir, sem ganga í þann skóla, þurfi sérstakt próf til að komast inn í menntaskólann?). Já, auðvitað. Allar röksemdir fyrir þessu máli hníga í þá átt. Að vísu myndi Sigurður Guðmundsson skólameistari kjósa, að nemendur gætu gengið próflaust upp í Menntaskólann, en sú er ekki tilætlunin í frv.