02.04.1930
Neðri deild: 69. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1272 í B-deild Alþingistíðinda. (1128)

14. mál, Menntaskólinn á Akureyri

Magnús Guðmundsson:

Út af ummælum hæstv. dómsmrh. um það, að nemendur gagnfræðaskólans eigi að taka sérstakt próf til að geta komizt inn í Menntaskólann, vil ég spyrja hann að því, hvort haga eigi kennslunni þannig, að nemendur hafi þá menntun, sem þarf til slíks prófs, eða ekki. Ef þeir eiga að læra svo mikið, sem þarf til prófsins, er þýðingarlaust að láta þá ganga undir próf aftur. Mér finnst undarlegt, ef þessum málum er ekki eins skipað þar eins og hér, að þeir, sem hafa fengið víst lágmark þekkingar, geti gengið inn í lærdómsdeild.