31.01.1930
Neðri deild: 10. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 600 í C-deild Alþingistíðinda. (1139)

33. mál, verðfesting pappírsgjaldeyris

Magnús Jónsson:

Ekki skal ég frekar en aðrir verða til þess að vekja umr. um þetta mál á þessu stigi. En mér heyrðist hv. flm. segja, að efnishlið gengismálsins væri útrædd hér á þinginu. Þessu vil ég algerlega mótmæla. Þrátt fyrir ítarlegar umr. um gengismálið í fyrra, er ég enn á sömu skoðun og ég var þá. Mér er sama, hvor þessara tveggja lausna á gengismálinu er. Ég er á móti þeim báðum og mun leggja á móti hvorutveggja frv.

Það renna nú að frv. úr öllum áttum um að stýfa íslenzku krónuna. Meiri hl. þingsins virðist ætla að renna af hólmi í þessu sjálfstæðismáli. Því að: hvað er það annað en sjálfstæðismál að vilja standa við sínar eigin skuldbindingar?