04.02.1930
Neðri deild: 14. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 637 í C-deild Alþingistíðinda. (1178)

51. mál, kosning þingmanns fyrir Siglufjarðarkaupstað

Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Þetta frv. er flutt eftir beiðni Siglfirðinga sjálfra, en ég vildi láta mér nægja við 1. umr. að vísa til grg. við frv. og óska, að því verði vísað til allshn. — Það eru svo miklar annir á þinginu utan funda, að ég kysi helzt að þurfa ekki að halda lengri ræðu um þetta mál.