14.03.1930
Neðri deild: 53. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 696 í C-deild Alþingistíðinda. (1309)

104. mál, hafnargerð á Akranesi

Frsm. meiri hl. (Sveinn Ólafsson):

Ég ætla ekki að tefja tímann við þetta mál, þar sem tvö næstu málin á undan á dagskránni, sem hliðstæð eru, hafa verið rædd, og hér eru ekki um neina efnisbreyt. að ræða, en framkvæmdir aðeins miðaðar við annan stað. Ég skal þó geta þess, að í brtt. meiri hl. er fleiri atriðum breytt í þessu frv. en þeim, sem afgr. hafa verið, því að hér liggja ekki aðeins fyrir brtt. við 1. og 2. gr. um framlag og ábyrgð ríkissjóðs, heldur einnig við (6. og 11. gr. En ef það fer svo um brtt. meiri hl., eins og farið hefir við hin hafnarlagafrv., þá geri ég ráð fyrir, að þessar brtt. við 6. og 11. gr. falli líka, og ætti það ekki að saka mikið, því að ég býst við, að fara þurfi höndum um þetta mál síðar, og að það verði gert áður til úrslita kemur. En að öðru leyti vísa ég til nál. meiri hl. um málið.