21.03.1930
Neðri deild: 59. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 356 í B-deild Alþingistíðinda. (134)

1. mál, fjárlög 1931

Frsm. fyrri kafla (Jörundur Brynjólfsson):

Hv. þm. Barð. beindi til mín fyrirspurn í gær, sem ég hefi gleymt að svara, en hún var viðvíkjandi nýjum símalagningum. Hann spurði að því, hvort ekki mætti ganga að því sem gefnu, að ef eitthvert hérað hefði fengið styrk til símalagninga í fjárl., þá mætti það fá lán út á væntanlegt framlag frá ríkissj., til að koma verkinu fyrr í framkvæmd. Ég hygg, að ekkert geti verið því til fyrirstöðu, því að vitanlega fá héruðin það fé greitt, sem þeim er veitt í fjárl. Frekari yfirlýsingar get ég ekki gefið fyrir hönd n.