05.03.1930
Neðri deild: 44. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 746 í C-deild Alþingistíðinda. (1367)

136. mál, jarðræktarlög

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það er ekki eftir minni ósk, að frv. það, sem nú liggur fyrir, er lagt fyrir Alþ. Ég tel einmitt „praktiskt“ að hafa það samband milli Búnaðarfél. og Alþ., sem leiðir af því, að Alþ. skipar tvo menn í stj. Búnaðarfélagsins, eins og nú er. Ég lít á þá menn eins og nokkurskonar fulltrúa Búnaðarfél. Íslands á Alþingi, jafnframt því sem þeir eru trúnaðarmenn Alþingis í Búnaðarfélaginu. En þrátt fyrir þetta tel ég sjálfsagt, að þetta frv., sem borið er fram fyrir tilhlutun mþn. sem búnaðarþingið kaus, fái að ganga til landbn. og athugast af henni.