07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 857 í C-deild Alþingistíðinda. (1445)

172. mál, einkasala á tóbaki

Ólafur Thors:

Ég skyldi ekki vera á móti því, að þessi regla, sem hæstv. forseti gat um, gilti, svo að forseti neiti að fresta atkvgr. En það er svo oft og einatt, að forseti frestar atkvgr. eftir tilmælum ríkisstj. Ég veit t. d. ekki annað en að annað stórmál, fimmtardómsfrv., hafi verið afgr. með öllu í hv. Ed. nú í kvöld, nema frestað atkvgr. eftir ósk hæstv. ríkisstj. En þegar frestað er atkvgr. í Ed. samkv. ósk hæstv. stj., finnst mér sanngjarnt að fresta hér atkvgr. eftir ósk stjórnarandstæðinga.