01.03.1930
Neðri deild: 40. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 880 í C-deild Alþingistíðinda. (1493)

200. mál, Verslunar- og útvegsbanki Íslands

Forseti (BSv):

Ástæðan til, að frv. hv. 2. þm. Reykv. hefir ekki enn komið til umr., er einkum sú, að engin rödd hefir komið fram um það, hvorki frá hv. flm. né öðrum, að þessu máli þyrfti að hraða. Skilst mér, að samþykkt þessa frv. byggist á því, að fram nái að ganga frv. það um Íslandsbanka, sem nú liggur fyrir hv. Ed. Hinsvegar miðast samþykkt frv. hv. þm. V.-Ísf. og meðflm. hans við það, að frv., sem er fyrir hv. Ed., falli úr sögunni. Vænti ég því, að hv. þdm. skiljist, hvers vegna frv. hv. þm. V.-Ísf. er tekið fyrr á dagskrá. En til þess að gera nú öllum jafnhátt undir höfði, skal ég taka bæði frv. á dagskrá fyrst mála á mánudag.