01.03.1930
Neðri deild: 41. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 881 í C-deild Alþingistíðinda. (1498)

200. mál, Verslunar- og útvegsbanki Íslands

forseti (BSv):

Ég skal geta þess, að fram hefir komið krafa frá hv. þm. V.-Ísf. um það, að frv. um Verzlunar- og útvegsbanka Íslands verði tekið á dagskrá á mánudag fyrst allra mála. Nú hafa flm. frv. um Útvegsbanka einnig krafizt þess, að það mál verði fyrsta mál á dagskrá á mánudag. Nú er vitanlega ekki hægt að verða við hvorumtveggja þessara tilmæla. Mér skilst, að Útvegsbankafrv. standi í allnánu sambandi við afdrif Íslandsbankafrv. í Ed. Hinsvegar gengur frv. um Verzlunar- og útvegsbanka í öfuga átt við Íslandsbankafrv., sem nú er í hv. Ed., og tel ég því réttara að taka það fyrr á dagskrá. Annars munu engin bein ákvæði vera til um slík tilfelli, en með hliðsjón af 41. gr. þingskapa vil ég þó bera þetta undir hv. d. í byrjun fundar, til þess að einskis réttur sé fyrir borð borinn.