06.03.1930
Neðri deild: 45. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 886 í C-deild Alþingistíðinda. (1508)

212. mál, sundhöll í Reykjavík

Magnús Jónsson:

Það er aðeins vegna aths. hv. 1. þm. Skagf. um það, að þótt þetta frv. yrði samþ., væri það tæplega einhlítt. Það skilyrði, að sundhöllin skyldi fullbúin fyrir árslok 1930, mundi standa eftir sem áður. Þetta þarf að leiðrétta. Tilætlun mín var sú, að þessi breyt. næði út að orðunum í 1. gr. 1. frá 1928: „.... með þeim skilyrðum, sem hér segir“. Þessi frv.gr. ætti þá að vera þannig:

„Upphaf 1. gr. laga nr. 32, 7. maí 1928, um sundhöll í Reykjavík, orðist svo: Ríkissjóður leggur fram helming kostnaðar við byggingu sundhallar í Reykjavík, sem nú er í smiðum, allt að 250 þús. krónum, með þeim skilyrðum, sem hér segir“.

Hér er skýrt fram tekið, hvað eigi að takast framan af 1. gr. laganna frá 1928. Þetta vona ég, að n. sú, sem fær málið til meðferðar, athugi, fyrst henni hefir verið bent á það.