06.03.1930
Neðri deild: 45. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 889 í C-deild Alþingistíðinda. (1515)

212. mál, sundhöll í Reykjavík

Ingólfur Bjarnarson:

Mér finnst rétt að taka í sama strenginn og hv. þm. Borgf., að það er undarleg till. hjá hv. 3. þm. Reykv. að vilja vísa þessu máli til fjvn.

Hv. þm. Borgf. hefir skýrt það svo vel, að n. hefir fyrst um sinn meira en nóg að starfa. Þarf ég ekki að skýra það frekar.

Ég vil skjóta því til hv. 3. þm. Reykv., að mig furðar á því, að hann skuli telja, að n. hafi lítið að gera. Ég vil benda á það, að störf hennar að þessu sinni hafa ekki gengið það greitt, að ástæða sé fyrir hann að ætla, að hún hafi nægan tíma til að taka fleiri mál að sér en henni ber. Þátttaka sumra nm. hefir heldur ekki verið svo mikil, að það yrði til að flýta fyrir störfum hennar; og er ekki víst, að það verði frekar hér eftir en hingað til. Mig furðar á því, að hann skuli ekki hafa tekið þetta með í reikninginn.