06.03.1930
Neðri deild: 45. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 890 í C-deild Alþingistíðinda. (1516)

212. mál, sundhöll í Reykjavík

Flm. (Jón Ólafsson):

Það hefir komið fram till. um að vísa þessu máli til allshn. og get ég verið því samþ.

Vegna þess, sem hv. þm. S.-Þ. sagði, vil ég geta þess, að framan af þinginu var ég dálítið tímabundinn, meðan ég var á fiskiþinginu, og gat þess vegna ekki tekið þátt í störfum nefndarinnar. Ég kærði mig þá heldur ekki um þátttöku í þeim, og þess vegna þurftu nefndarstörfin ekki að tefjast. (IngB: Það voru fleiri). Ég álít, að n. sé skipuð þeim mönnum, sem iðulega sækja fundi, en ég skal fúslega játa, að ég gat ekki komið á fundi um nokkurn tíma, og bið ég velvirðingar á því, eins og ég hefi áður gert.