14.04.1930
Neðri deild: 81. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 905 í C-deild Alþingistíðinda. (1562)

338. mál, gelding hesta og nauta

Ólafur Thors:

Ég held, að það séu ekki nema 30–40 ræður, sem búið er að halda um þetta mál.

Hér liggur fyrir stjfrv., sem ætla mætti, að hæstv. ríkisstj. legði nokkurt kapp á, að fram megi ganga. En nú eru búnir þrír fundir í dag og þetta frv. hefir verið tekið út af dagskrá hvað eftir annað til að rýma fyrir tveimur öðrum frv., sem ekki verður séð, að mikið velti á. Tel ég því rétt, að hæstv. forseti stöðvi þessar óþörfu umr., svo hin stærri málin fái afgreiðslu.