14.04.1930
Neðri deild: 81. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 905 í C-deild Alþingistíðinda. (1563)

338. mál, gelding hesta og nauta

Forseti (BSv):

Svo liggur í tilhöguninni með þessi mál, að hv. landbn. hefir beðið mig að koma þessum málum fram. Eina ráðið til þess var að halda kvöldfundi fleiri en einn nú í kvöld og leita afbrigða um afgreiðslu málanna. Búizt var við, að umr. um þau yrðu litlar eða engar. En um benzínskattinn var álitið, að yrðu mjög langar umr. En ég skal taka benzínmálið seinast og hafa þá þrjá fundi um það, ef ekki verða of langar umr.