28.03.1930
Neðri deild: 65. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 740 í B-deild Alþingistíðinda. (179)

1. mál, fjárlög 1931

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil aðeins benda á það, að síðan eldhúsdagur hófst hefir eitthvað á aðra klst. farið í að afgreiða önnur mál, en annars hefir umr. alltaf verið haldið áfram til miðnættis, nema einn dag var fyrr tekin hvíld. Ég vil ennfremur benda á það, að ég mæltist til þess við forseta; að fundur yrði ekki hafinn kl. 10, en samkv. ósk hv. 1. þm. Skagf. varð það úr, að svo var gert, en þá var hv. 2. þm. G.-K. ekki viðstaddur.