28.03.1930
Neðri deild: 65. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 740 í B-deild Alþingistíðinda. (181)

1. mál, fjárlög 1931

Fors- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil leyfa mér að vekja athygli hv. 2. þm. G.-K. á því, að þau ummæli, sem hann viðhafði fyrst, er hann stóð hér upp og sagði, að stj. fengi fundarhlé til að safna kröftum, eru alveg röng. Stj. hefir strax svarað ræðum hv. þm. og gert það eftir röð. Einnig vil ég mótmæla því, að umr. um þessi tvö mál, sem hv. þm. nefndi, hafi dregizt í 3 klst., því að umr. stóðu um þau eitthvað frá kl. 2 í gær til kl. 3, en hve langan tíma önnur mál hafa tekið, hefi ég ekki reiknað saman. Hvað viðvíkur dagskránni í dag, þá er því til að svara, að nú þegar hefir eitt málið verið tekið út af henni, og annað hefir verið afgr., og er þá aðeins eitt eftir, en það mun ekki taka langan tíma.

Síðar á sama fundi var fram haldið 3. umr. um frv.