09.04.1930
Neðri deild: 75. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1375 í B-deild Alþingistíðinda. (1830)

11. mál, yfirsetukvennalög

Frsm. 2. minni hl. (Hannes Jónsson):

Það voru aðeins örfá orð til þeirra hv. þm. Barð. og hv. 1. þm. Rang. Þeir sögðu, að verið væri að ota mér fram. Mér þykir nú auðvitað ekki nema virðing að því, ef íhaldsmenn ætla að fara að hefja sérstakan eldhúsdag á mig. Þó mun ég ekki hirða um að svara gífuryrðum þeirra. Mun það mála sannast, að þeim hafi verið sigað af stað, því að nú eru þeir farnir að hanga í skottinu hvor á öðrum, svo að þeir ganga bitnir og blóðrisa.