09.04.1930
Neðri deild: 75. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1375 í B-deild Alþingistíðinda. (1831)

11. mál, yfirsetukvennalög

Hákon Kristófersson:

Hér er engan eldhúsdag verið að hefja á hv. þm. V.-Húnv. Hann er sama prúðmennið og vitmaðurinn og hann er vanur, svo að slíks þarf ekki með. Ég hafði engin gífuryrði um hann, en hann viðhafði lítilmennskuorð um mig, sem ekki geta komið nema frá dæmafáum smámennum, sem varla standa upp úr skítnum. (Forseti hringir). Ég held, að af þessu framferði hv. þm. megi draga, að sálin sé engu stærri en líkaminn.