09.04.1930
Neðri deild: 75. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1375 í B-deild Alþingistíðinda. (1832)

11. mál, yfirsetukvennalög

Jón Auðunn Jónsson:

Ég hefi hingað til verið á móti breyt. á launalögunum, af því að svo er ákveðið í þeim, að þau skuli verða endurskoðuð. Stj. hefir svikizt um að framkvæma þessa endurskoðun, og því get ég ekki lengur staðið á móti því, að svo lágt launaðir starfsmenn sem ljósmæður fái launakjör sín bætt.