27.03.1930
Neðri deild: 64. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1386 í B-deild Alþingistíðinda. (1858)

6. mál, sjómannalög

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég ætla bara að láta í ljós ánægju mína yfir afgreiðslu þessa máls og taka undir það með hv. frsm., að það er ljóst af afgreiðslu þess frá n., að frv. er myndarlega undirbúið.

Ég ætla ekki að fara út í einstakar brtt. Það hefir hv. frsm. gert vel og rækilega. Ég vil aðeins minna á, að það er almennt viðurkennt, að okkar sjómenn sómi sér sérstaklega prýðilega í samanburði við sjómenn annara þjóða. Af því má það vera ljóst, að löggjöf okkar má ekki gefa þeim minni rétt en stéttarbræður þeirra njóta í öðrum löndum. Og er það aðalsvipurinn yfir þessum lagabálki.