27.03.1930
Neðri deild: 64. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1393 í B-deild Alþingistíðinda. (1865)

6. mál, sjómannalög

Fors- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Út af ummælum hv. 2. þm. G.-K. vil ég taka fram, að þessi lög eru samin með hliðsjón af samskonar löggjöf á Norðurlöndum, og tel ég því sjálfsagt, að þau verði framkvæmd á sama hátt og reglugerðir sniðnar eftir hliðstæðum fyrirmyndum hjá Norðurlandaþjóðunum.

Það liggur í augum uppi, að meiri muni er um að ræða á stórum togurum til langrar útivistar, sem þörf er á að vátryggja, heldur en á smáskipum og mótorbátum, og verður að sjálfsögðu að taka tillit til þess.