25.01.1930
Neðri deild: 5. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1435 í B-deild Alþingistíðinda. (1906)

7. mál, refaveiðar og refarækt

Fors:

og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson): Það verður ekki um það deilt, að núv. löggjöf og fyrirmæli um eyðing refa og refarækt eru mjög úrelt og ófullkomin og að nauðsynlegt er að breyta þeim í samræmi við breyttar ástæður í þessum efnum.

Frv. um þetta efni, sem flutt var á síðasta þingi, var þá mikið rætt, en komst ekki út úr Nd., enda hafði það ekki fengið nægilegan undirbúning. En til þess að bæta úr því, snéri ég mér til mþn. í landbúnaðarmálum og óskaði eftir, að hún tæki málið til meðferðar og undirbúnings. Nú hefir n. samið myndarlegt frv., sem stj. leggur fyrir þessa hv. þd., og rökstutt það rækilega.

Ég sé ekki ástæðu til að bæta við þær aths. á þessu stigi málsins, en óska þess, að hv. landbn. láti það fá svo fljóta afgreiðslu, að það geti fengið fullnaðarafgreiðslu á þessu þingi. Ég skal geta þess, að ég hefi ennfremur fengið ítarlegt álit um þetta mál frá sérstaklega kunnugum manni, sem ég mun sýna landbn. Vil ég svo aðeins leggja til, að frv. verði, að umr. lokinni, vísað til landbn.