10.03.1930
Neðri deild: 49. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1482 í B-deild Alþingistíðinda. (1941)

7. mál, refaveiðar og refarækt

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Vegna þess, sem hv. þm. Borgf. sagði áðan, skal ég taka það fram, að það er langt frá því, að ég hafi farið með staðlausa stafi á laugardaginn um verð yrðlinga á haustin. Ég hefi nú óyggjandi sannanir fyrir því, að ég fór með rétt mál. Og ef hv. þm. Borgf. trúir mér ekki, vil ég ráða honum til þess að leita upplýsinga hjá gengisnefndinni, sem hefir öll gögn, um verð á útfluttum vörum, þessum sem öðrum. Þá mun hann sjá, að munurinn, sem ég nefndi um daginn, er sízt of mikill. Verðið í fyrra sýnir þetta t. d. ljóslega. Þá var meðalverð yrðlinga í júlí 140 kr., en í nóv. 560 kr.

Ég sé svo ekki ástæðu til að orðlengja þetta frekar, en ætla að vona, að hv. þm. leiti sér þeirra upplýsinga, sem ég hefi bent honum á.