10.03.1930
Neðri deild: 49. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1486 í B-deild Alþingistíðinda. (1949)

7. mál, refaveiðar og refarækt

Pétur Ottesen:

Ég vil benda á það, að venjulega hefir það verið þannig, að kallað hefir verið eftir málum úr n., en þau ekki rekin í hana aftur. Þetta er því nokkuð frábrugðið venjulegum gangi málsins hér í þessari hv. d.

Ég vil benda á það ennfremur, þessu máli til skýringar, að mínar brtt. eru brtt. við brtt. n., og því getur ekkert verið á móti því, að þær verði bornar upp. Aftur á móti eru brtt. hv. 1. þm. N.-M. sérstakar. Samt finnst mér bezta lausnin á þessu máli vera sú, að greiða atkv. um allar þessar brtt., og láta menn súpa seyðið af því, hversu skeytingarlausir þeir hafa verið í því að kynna sér þetta mál og hlusta á umr. um það.