10.03.1930
Neðri deild: 49. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1487 í B-deild Alþingistíðinda. (1953)

7. mál, refaveiðar og refarækt

Pétur Ottesen:

Ég hafði búizt við því, að hæstv. forseti, sem verndari (Forseti: Og velunnari) okkar og forsjón hér í þessari hv. d. hefði tekið það óstinnt upp hjá hv. form. landbn., er hann sagði, að við hefðum dirfzt að gera nokkrar athugasemdir við þetta „produkt“ n. Ég veit ekki betur en allir þm., eins þeir, sem eru utan n., hafi leyfi til þess að athuga hvert mál sem þeim sýnist, þótt því hafi verið vísað til n. Þess er ekki sízt þörf nú, því hv. frsm. n. viðurkenndi í framsöguræðu sinni, að ýmsar þeirra athugasemda, sem ég hefi gert við brtt. n., væru réttmætar. Það kennir því nokkurs ósamræmis og árekstrar hjá hv. nm. (BSt: Það er aðeins í einu atriði). Hv. form. n. þarf ekki að rjúka svo upp, þótt einstakir þm. leyfi sér að gera aths. við till. n. (MT: Á að fara að byrja umr. aftur?). Ég vil benda hv. 2. þm. Árn. á, að hann er ekki forseti í þessari d. (ÓTh: Ekki einu sinni í Sþ.).