24.01.1930
Neðri deild: 4. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í B-deild Alþingistíðinda. (2)

1. mál, fjárlög 1931

Fjmrh. (Einar Árnason):

Þetta fjárlagafrumv. er að miklu leyti sniðið eftir þeim fjárlögum, sem síðasta þing afgreiddi. Upphæðirnar tekju- og gjaldamegin aðeins lítið eitt hærri. Tekjurnar eru áætlaðar ca. kr. 12.216.000. — og gjöldin kr. 12.157.000, —. Tekjuafgangur því tæp 60 þús. kr. Við tekjuáætlunina er það að athuga, að tveir verulegir tekjustofnar falla úr gildi við lok þessa árs. Það er verðtollurinn og gengisviðaukinn. Þó varð ekki komizt hjá því við samningu þessa frv. að ætla ríkissjóði óskertar þær tekjur, er hann nú hefir og gilt hafa hin síðari ár. Var fyrirsjáanlegt, að ef rýra ætti tekjurnar um þá upphæð, sem þessir tollstofnar hafa gefið, hefði það komið allharkalega niður á verklegum framkvæmdum í landinu. Þar hefði orðið fyrst að skera af vegna þess, að svo mikill meiri hluti af gjöldum ríkissjóðs eru lögbundin og því ókleift hjá þeim að komast. Á undanförnum þingum hefir verið bætt nýjum og nýjum útgjöldum á ríkissjóð án þess að ætla honum auknar tekjur í staðinn. Þetta getur flotið þegar árgæzka er í atvinnuvegum og verzlun, en hlýtur óhjákvæmilega að svíkja, ef óáran dynur yfir. Alvarleg kreppa hlýtur fyrst að koma niður á verklegu framkvæmdunum. Það kemur því ekki til mála, að mínu áliti, að rýra tekjurnar, nema að fella um leið úr gildi eitthvað af þeim lögum, sem binda ríkissjóði föst og varanleg útgjöld. Ég hefi rætt þetta við milliþinganefndina í skatta og tollamálum, og var það samhuga álit, að ekki mætti rýra tekjurnar fra því, sem nú er. Ég vil því mega vænta þess, að Alþingi greiði götu þeirra væntanlegu frumvarpa, sem flutt verða til þess að tryggja ríkissjóði ekki minni tekjur en hann hefir nú.

Um gjaldahliðina er það að segja, að ekki varð hjá því komist að hækka suma útgjaldaliði allverulega og bæta inn í nokkrum nýjum. Stafar það af eldri og yngri ráðstöfunum Alþingis. Hafa sumir liðir verið áætlaðir of lágt í fjárlögum undanfarið. en aðrir verið ákveðnir með nýjum lögum, er koma til framkvæmda á þessu og næsta ári.

Skal ég drepa á nokkra helztu liðina. Er þá fyrst liðurinn til landhelgisvarna. Í fjárlögunum 1929 eru ætlaðar 200 þús. kr. úr ríkissjóði og 200 þús. kr. úr landhelgissjóði og sama upphæð 1930. Þetta reynist allt of lágt. Eftir því, sem næst verður komizt, hefir farið til landhelgisvarna á árinu 1929 fullar 600 þús. kr., og það eru engar líkur til, að sá kostnaður verði minni næstu árin. Þessi liður er því í frv. hækkaður upp í 300 þús. kr. úr ríkissjóði og allt að 300 þús. kr. úr landhelgissjóði. Að vísu er ekki hægt að fullyrða, að tekjur landhelgissjóðs verði svo miklar á árinu 1931, að hann geti borið þetta án þess að innstæða hans skerðist, og þá kemur það niður á ríkissjóði.

Þá eru útgjöldin til starfrækslu símans. Þau eru í þessu frv. hækkuð um ca. 200 þús. kr. Stafar sú hækkun aðallega af byggingu hinnar nýju landssímastöðvar og uppsetningu bæjarsímastöðvar. Þessi hækkun hefði vitanlega engin áhrif á heildarútkomuna, ef gera mætti ráð fyrir samsvarandi auknum tekjum af landssímanum og bæjarsímstöðinni. En við því þarf ekki að búast á árinu 1931, vegna þess að þessi útgjaldahækkun stafar aðallega af vöxtum og afborgunum af væntanlegu láni, sem notað verður á þessu og næsta ári til byggingarinnar og miðstöðvartækjanna. En auknar tekjur koma litlar fyrr en miðstöðin er tekin til starfa. En það mun tæpast verða fyrr en í ársbyrjun 1932. Úr því má búast við tekjuauka, sem geti borið vexti og afborganir af láninu að miklu eða öllu leyti. Þá athugasemd vil ég þó gera við þennan lið, að eftir það að fjárlagafrv. var fullbúið komust á samningar um byggingu stöðvarinnar. Voru þeir samningar bæði um lánakjör og stofnkostnað hagkvæmari og ódýrari en maður hafði þorað að vona. Upphæðin er því sennilega fullhátt sett í frumvarpinn og mætti ef til vill lækka hana eitthvað.

Næst vil ég drepa á útgjaldalið, sem ekki hefir verið í fjárlögum fyrr. Það er kostnaður við hina væntanlegu útvarpsstöð. Í þessu frv. eru gjöldin vegna hennar áætluð ca. 180 þús. kr. meiri en tekjurnar. Um rekstur þessa fyrirtækis er að vísu ekki hægt að gera neina ábyggilega áætlun. Til þess brestur reynslu. En tæpast mun varlegt að gera ráð fyrir minni halla en 180–200 þús. kr. fyrstu árin. Þá eru 100 þús. kr. ný útgjöld til Búnaðarbankans, sem ekki hafa áður verið í fjárlögum.

Einn af stærstu útgjaldaliðum fjárlaganna eru berklavarnir. Þegar lög um berklavarnir voru sett á þinginu 1921, hefir forgöngumenn þess sennilega ekki órað fyrir, hversu geysileg byrði sú ráðstöfun myndi verða fyrir ríkissjóð. Að minnsta kosti var ekkert gert í þá átt að afla ríkissjóði nýrra tekna til að standast þann kostnað. Fjárhæðir þær, sem til þess hafa verið ætlaðar í fjárlögum, hafa árlega verið hækkaðar, en hafa þó aldrei hrokkið. Í þessu frumvarpi er upphæðin hækkuð um 200 þús. kr. frá því, sem hún er sett í fjárlögum yfirstandandi árs. Má þó búast við, að frekar sé of lágt áætlað, nema leitað sé nýrra ráða um að létta þessi gjöld. Þá eru gjöldin samkv. jarðræktarlögunum og vegna ráðstafana um tilbúinn áburð hækkuð í þessu frv. um samtals 75 þús. kr. Notkun tilbúins áburðar er óhjákvæmileg afleiðing af aukinni ræktun í landinu, og þar sem jarðræktarframkvæmdir aukast nú hröðum skrefum, verður að gera ráð fyrir vaxandi framlagi úr ríkissjóði samkvæmt þeim lögum, er um það gilda. Þessi útgjaldahækkun, sem hér hefir verið drepið á, nemur þá samtals ca. 950 þús. kr. Og þar sem allir liðirnir mega teljast lögbundnir, verður naumast hjá því komizt, að ríkissjóður verði að greiða þá með ekki minni upphæð en áætlað er í frumvarpinu.

Þessi mikli útgjaldaauki frá því, sem stendur í gildandi fjárlögum, gerði nokkra erfiðleika á því að gera frumvarpið svo úr garði að þingið hefði rúmar hendur til að hækka útgjöldin. Sérstaklega vil ég vekja athygli hv. fjvn. á því, að ég tel tekjurnar svo hátt áætlaðar í frv., að í meðalári megi ekki gera ráð fyrir neinum umframtekjum. Hinsvegar vona ég, að gjaldahliðin yfirleitt sýni réttari mynd af hinum raunverulegu útgjöldum en stundum áður hefir átt sér stað. Það verður því vel að gæta þess, að ef nauðsynlegt þykir að bæta við nýjum útgjaldaliðum, þá verður að lækka í sama hlutfalli þá liði í frv., sem ákveðnir eru til verklegra framkvæmda. Um það, hverjar framkvæmdir eru nauðsynlegastar og mest aðkallandi, ætla ég ekki að metast, að minnsta kosti ekki fyrirfram.

Þá skal að venju gefið stutt yfirlit yfir fjárhagsástandið síðastl. ár. En um leið og það er gert vil ég taka það skýrt fram, að fyrirvara verður nokkurn að hafa um einstaka liði. Sérstökum erfiðleikum veldur það, að þessa skýrslu verður að gera fáum dögum eftir áramót, og þá er ekki nákvæmlega séð um ýmsa útgjaldapósta. Greiðslum, sem tilheyra árinu 1929, er enn ekki lokið, en í yfirlitinu er gert að nokkru fyrir því. Hvort það er nægilega mikið, verður ekkert fullyrt um. (Sjá skýrslu um bráðabirgðauppgerð hér á eftir).

Bráðabirgðauppgerð á tekjum og gjöldum ríkissjóðs árið 1929.

Fjárlög

T e k j u r :

Áætlun

Reikn.

Reikn.

kr.

kr.

kr.

2. gr.

1 Fasteignaskattur

240.000

269.679

2 Tekju- og eignarskattur

1.050.000

1.659.355

3 Lestagjöld af skipum

40.000

54.692

4 Aukatekjur

400.000

599.202

5 Erfðafjárskattur

35.000

60.207

6 Vitagjald

320.000

468.469

7 Leyfisbréfagjald

10.000

14.565

8 Stimpilgjald

300.000

395.810

9 Skólagjald

15.000

20.000

10 Bifreiðaskattur

30.000

70.907

11 Útflutningsgjald

950.000

1.205.420

12 Áfengistollur

325.000

659.128

13 Tóbakstollur

850.000

1.249.736

14 Kaffi- og sykurtollur

850.000

1.079.230

15 Annað aðflutningsgjald

160.000

310.014

16 Vörutollur

1.250.000

2.023.545

17 Verðtollur

1.325.000

2.173.67

18 Gjöld af sætinda og brjóstsykursgerð

25.000

120.822

19 Pósttekjur

450.000

624.450

20 Símatekjur

1500.000

1.750.000

21 Víneinkasala

375.000

1.000.000

15.816.907

3. gr.

1 Eftirgjald eftir jarðeignir áætlað

30.000

35.000

2

Tekjur af kirkjum

100

3

Tekjur af silfurbergi

1000

5.261

4

Legkaup til kirkjugarðs dómk. áætlað

3500

3.000

— 43.261

4. gr.

1 Tekjur af bönkum

50.000

2 Vextir af bankavaxtabr. samkv. l. nr. 14 1909

27.000

24.079

3 Væntanl. útdr. af þeim bréfum

24.000

48.000

4 Vextir af innstæðum í bönkum

8.000

23.000

5 Vextir af viðlagasjóði

60.000

65.000

6 Aðrir vextir

100.000

20.000

180.079

5. gr.

1 Óvissar tekjur áætlað

50.000

35.000

2 Endurgreiddar fyrirframgreiðslur

10.000

32.500

3 Endurgr. lán og andvirði seldra eigna

20.000

31.453

98.953

10.883.600

1.6139.200

Fjárlög

G j ö l d :

Fjárveit.

Reikn.

Reikn.

kr.

kr.

kr.

7. gr

I. Vextir af lánum ríkissjóðs

577.961

660.000

II. Afborganir lána

639.238

636.551

III. Framlag til Landsbankans

100.000

100.000

1.396.551

8. gr.

Borðfé Hans Hátignar konungsins

60.000

60.000

9. gr

1–2 Alþingiskostnaður

204.350

247.199

10. gr.

I. Ráðuneytið, ríkisféh. o. fl.

187.100

256.885

II. Hagstofan ..........................

46.100

53.120

III. Utanríkismál o. fl.

84.000

86.555

396.560

11. gr.

A. Dómgæzla og lögreglustjórn

651.440

864.748

B. Sameiginl. kostn. við embættisrekstur.

144.000

254,991

1.119.739

12. gr.

Læknaskipun og heilbrigðismál.

751.355

815.379

13. gr.

A. Póstmál

481.000

523.133

B. Vegamál

929.650

1.561.000

C. Samgöngur á sjó

346.750

350.000

D. Hraðskeyti og talsímasamband

1.418.500

1.596.708

E. Vitamál

265.700

263.300

4.296.141

14. gr.

A. Andlega stéttin

314.756

283.552

B. Kennslumál

1.134.590

1.341.947

1.625.499

15. gr.

Vísindi, bókmenntir og listir

230.860

229.820

16. gr.

Verkleg fyrirtæki . . . . . . . .. . . . . . . .

1.297.060

1.283.298

17. gr.

Almenn styrktarstarfsemi . . . . . . . . . . .

679.800

928.356

18. gr.

Eftirlaun og styrktarfé . . . . . . . . . . . . . .

196.748

203.731

19. gr.

Óviss útgjöld . . . . . . . . ... . . . . . . . . . . . .

100.000

276.829

20. gr.

Lögboðnar fyrirframgreiðslur . . . . . . . .

10.000

44.357

23. gr.

Eimskipafélag Íslands, mjólkurbú og fl.

177.452

25. gr.

Greiðslur samkv. lögum, fjáraukalögum

og þingsályktunum

1.337.713

1.4438.624

Tekjuafgangur

1.700.576

10.850.958

1.6139.200

Eins og þetta yfirlit sýnir, hafa ýmsir liðir bæði tekju- og gjaldamegin farið allmikið fram úr áætlun. Tekjumegin eru það sérstaklega þessir:

Tekju- og eignarskattur

kr. 610.000,—

Aukatekjur

—199.000,—

Vitagjald

— 148.000,—

Stimpilgjald

— 95.000,—

Bifreiðaskattur

— 49.000,—

Útflutningsgjald

— 255.000,—

Áfengistollur

— 334.000,—

Tóbakstollur

— 400.000,—

Kaffi- og sykurtollur

—230.000,—

Annað aðflutningsgjald

— 150.000,—

Vörutollur.

— 773.000,—

Verðtollur

— 848.000,—

Sætinda- og konfektgerð

— 95.000—

Pósttekjur

— 174.000,—

Víneinkasala

— 625.000,-

Gjaldamegin hafa umframgreiðslur orðið mestar á:

11. gr.

(aðallega landhelgisgæzla)

kr. 324.000,—

13. gr.

vegamálum

— 632.000, —

13. gr

símanum

— 178.000, —

17. gr.

berklavörnum

— 249.000, —

19. gr.

óvissum gjöldum.

— 176.000, —

Auk þess eru gjöld utan fjárlaga samkvæmt eldri og yngri lögum, þingsályktunum og fjáraukalögum, er nema samtals 1½ millj. króna.

Í þessari 1½ millj. kr. eru þetta stærstu útgjaldaliðirnir :

Flóaáveitan

kr. 93.000, —

Vestmannaeyjahöfn

— 152.000, —

Tillag til Ræktunarsjóðs.

— 50.000, —

Borgarneshöfn

— 133.000, —

Betrunarhús og vinnuhæli

— 82.000, —

Alþingishátíðin (undirbúningur)

— 350.000, —

Tunnutollur (endurgreiðsla)

— 61.000, —

Sjómælingar

— 50.000, —

Flugferðir

— 32.000, —

Pósthús á Ísafirði

— 25.000, —

Pósthús á Norðfirði

— 17.000, —

Af upphæðinni til Vestmannaeyjahafnar eru fullar 100 þús. kr., sem ríkissjóður hefir greitt vegna ábyrgðar, er á hann hefir fallið fyrir Vestmannaeyjar. Svipuð upphæð hefir verið greidd árlega undanfarið, en á yfirstandandi ári er búizt við, að ábyrgðarskuld þessari verði lokið. Hinn hluti fjárhæðarinnar er til endurbóta á höfninni í Vestmannaeyjum.

Sá gjaldaliður fjárlaganna, sem mest hefir farið yfir áætlun, eru vegamálin. Til þeirra hefir farið alls á árinu yfir 1½ millj. kr. Er það stórum meiri upphæð en nokkru sinni áður hefir gengið til vegamála á einu ári. Þó er ekki þar með talinn Þingvallavegurinn nýi, en í hann eru komnar 235 þús. kr. á 2 síðustu árum. Aðalliðirnir í vegamálunum eru nýbyggingar vega, brúagerðir og viðhald veganna. Munu brúagerðirnar og viðhaldið hafa skapað allmikið af umframeyðslunni. Þörfin fyrir bættar samgöngur er ákaflega knýjandi, og þá eru brúagerðirnar aðkallandi til að tengja saman vegina og héruðin. Eftir því sem vegirnir lengjast og bifreiðaumferðin vex, verður viðhaldið alltaf dýrara og dýrara með hverju ári, og undan því verður ekki komizt, ef þessar dýru vegalagningar eiga ekki að fara forgörðum.

Þegar litið er yfir tekjuhliðina og athugaðir þeir liðir, sem mestar umframtekjur gefa, þá er það bert, að það er vöruinnflutningurinn. Það er nú að vísu gott fyrir ríkissjóðinn að fá tekjurnar og þessi miklu vörukaup virðast — í fljótu bragði bera vott um mikla kaupgetu.

En þó verð ég að segja það, að þessi geysilegi innflutningur er ekki óblandið ánægjuefni. Viðskiptajöfnuðurinn út á við hefir orðið óhagstæður, þrátt fyrir góðærið. óhagstæðari miklu heldur en árið 1928. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslum hefir inn- og útflutningurinn verið þessi :

Innflutt:

Ár 1929 .............. um 70 millj. kr.

— 1928 .............. — 58 — — —

— 1927 .............. — 50 — — —

Útflutt:

Ár 1929 ............ um 69½ millj. kr. —

1928 ............ — 74 — —

1927 ............ — 57½ — —

Innflutningurinn 1929 hefir orðið meiri en nokkru sinni áður, þegar tekið er tillit til núverandi verðgildis krónunnar.

Eins og gefur að skilja, er ekki enn hægt að gera fulla grein fyrir, í hverju sérstaklega þessi aukni innflutningur liggur. En nefna má þó ýmislegt, svo sem byggingarefni, tilbúinn áburð, jarðyrkjuverkfæri, girðingarefni, allskonar vélar og bíla. Þá munu og munaðarvörukaup hafa aukizt stórum. Að sjálfsögðu hefir þetta að einhverju leyti skapað verðmæti í landinu. Byggingar allskonar hafa verið með mesta móti í sveitum og bæjum, og einnig aukin jarðrækt, en eigi að síður er það áhyggjuefni, ef þessu fer fram um verzlunarjöfnuðinn, og það má ekki verða.

Því er oft haldið fram, að verkefnin séu svo mikil framundan og þarfirnar svo aðkallandi, að nauðsynlegt sé að hefjast handa. Þetta játa ég að vísu, en við lifum ekki lengi á falskri kaupgetu.

Ef við höldum út á þá braut, ef við eyðum meiru en við öflum, þá erum við á glötunarvegi.

Út á við er þjóðin nú verr stödd fjárhagslega en í árslokin 1928. Ef árið 1930 verður ekki betra en meðalár í framleiðslu og verzlun, getur hún ekki að mínu áliti greitt úttekt sína, nema hún sýni meiri sparnað og sjálfsafneitun en síðastliðið ár. Ég vildi því mega bera þjóðinni þá nýársósk, að hún beri gæfu til þess að gæta vel fjárhags síns á þessu nýbyrjaða ári.

Um skuldir ríkissjóðs er það að segja, að þær hafa litlum breytingum tekið á árinu; og sú breyting, sem orðið hefir, er til lækkunar frá því, sem þær voru í árslok 1928.

Í sambandi við þetta skal þess getið, að stjórnin hefir enn ekki tekið neitt fast lán til þeirra framkvæmda, sem lögákveðnar eru og heimild er fyrir. Hinsvegar hefir verið fengið bráðabirgðaviðskiptalán hjá Barclays Bank í London, að upphæð 250.000 £, sem stjórnin má nota eftir þörfum. Af þessu láni hefir enn ekki verið notað nema tæpur helmingur, og fór sú upphæð til Landsbankans til þess að lækka skuld ríkissjóðs þar. Peningamarkaðurinn ytra var svo óhagstæður og óstöðugur, að ekki var hugsanlegt að fá fast lán með viðunandi kjörum.

En vegna ýmsra framkvæmda, þótti vissara að tryggja ríkissjóði aðgang að láni til bráðabirgða.

Í þessu sambandi er einnig ástæða til að drepa á ábyrgðir ríkisins. Alþingi hefir alloft samþykkt ábyrgðir á hendur ríkissjóði, og þær misjafnlega álitlegar, enda hefir það að borið, að sumar hafa fallið á ríkissjóð fyrir nokkru síðan, og hefir hann verið að flækjast með víxla í útlöndum út af því. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að baka landinu álitshnekki fjárhagslega og valda erfiðleikum við lántöku. Ég vil því, alvarlega vara Alþingi við því að stofna til slíkra ábyrgða. Það verður heldur ekki séð, hvar staðar verður numið þegar út á ábyrgðarbrautina er komið. Því er líkt varið með ríkið og einstaklinginn. Hver sá maður, sem gengur í takmarkalausar eða takmarkalitlar ábyrgðir, missir lánstraust sitt fyrr eða síðar.

Þá vildi ég gefa yfirlit yfir fjárveitingu til landhelgisgæzlunnar og kostnað við hana á árinu 1929:

Fjárveiting samkv. 11. gr. A. 8:

Úr ríkissjóði

kr. 200.000, —

— landhelgissjóði.

— 200.000, —

400 000, —

Eftir því, sem framast verður séð, munu gjöldin verða sem hér greinis:

Rekstrarkostn. Óðins ca.

kr. 280.000, —

— Ægis 6 mán.

— — 140.000, —

— Þórs

— — 150.000, —

— Geirs goða

— — 19.070, —

Styrkur til landhelgisgæzlu

— 14.200, —

Útgerðarstjórn og skrifstofukostnaður

— 9.700, —

— 612.970, —

Er því útlit fyrir, að gjöldin fari fram úr áætlun um

kr. 212.970,-

Er þetta að vísu há upphæð, en geta verður þess hér, að í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár er auðsjáanlega alls ekki gert ráð fyrir útgerð þriggja varðskipa, þar sem fjárveitingin er lækkað um 35 þús. frá því, sem hún var í fjárlögum fyrir 1928, og voru þá ekki gerð út nema 2 varðskip stór, þ. e. Óðinn og Þór.

Það skal og greinilega fram tekið, að þar sem fjárlögin virðast mæla ótvírætt fyrir um, að ríkissjóður skuli bera rekstrarkostnað við landhelgisgæzlu, en aðeins fá fast tillag frá landhelgissjóði, hefir aliur rekstrarkostnaður við gæzluna verið greiddur úr ríkissjóði, en allur stofnkostnaður nýja varðskipsins hefir verið greiddur úr landhelgissjóði. Ennfremur hefir þeirri reglu verið haldið, að greiða úr landhelgissjóði kostnað við stærri viðgerðir á skipum, og er það gert með tilliti til þess, að skipin eru eign landhelgissjóðsins, og virðist því réttmætt, að hann beri allan kostnað við að halda þeim nothæfum til gæzlunnar. Verður því aðstaða landhelgis- og ríkissjóðs um þetta efni sem leigusala og leigutaka, og verður þá leigusalinn að kosta viðhald á eign þeirri, er hann selur á leigu.

Árið 1929 hefir verið athafnaár og að mörgu leyti hagstætt atvinnuvegunum. Fiskaflinn er jafnmikill eins og 1928, og mun það mesta aflaár, sem yfir þetta land hefir komið. Grasspretta og heyfengur mun hafa verið í betra lagi og sumstaðar ágæt, þó heyskaparlokin yrðu víst nokkuð endaslepp. Sala afurðanna hefir og gengið sæmilega. Atvinna var mikil og stöðug. Allir þeir, sem höfðu getu og ylja til að vinna, höfðu meira að starfa en þeir komust yfir.

Nýtt tímabil hefir verið að hefjast í ræktunarmálunum á undanförnum árum, og mun síðastliðið ár hafa verið stórvirkast í þeim framkvæmdum. Er þar verið að leggja grundvöll undir tryggri og arðvænlegri afkomu síðari kynslóða.

Í sambandi við ræktunarmálin er rétt að gefa yfirlit yfir áburðarverzlun ríkisins á árinu 1929. Af tilbúnum áburði voru fluttir inn 21.300 sekkir. Aukningin frá árinu 1928 er mjög mikil, því þá voru fluttir inn um 9245 sekkir. Sérstaklega er athyglisvert, hve innflutningur hins algilda Nitrophoska-áburðar hefir aukizt. 1928 voru ekki fluttir inn af honum nema á annað hundrað sekkir til reynslu. 1929 komst innflutningurinn strax upp í 5.150 sekki.

Ef Nitrophoska er breytt í „venjulegar“ áburðartegundir samkvæmt efnainnihaldi hans, fæst gleggri samanburður á áburðarnotkuninni 1928 og 1929. Samkvæmt því er áburðarnotkunin:

1928 ca. 9.470 sekkir, en

1929 — 29.000 —

Áburðareinkasalan hefir á árinu selt áburð fyrir kr. 443.300, —

Kostnaður við framkvæmd laganna skiptist þannig, talið í jöfnuðum tölum: Flutningskostnaður á áburðinum til landsins og með ströndum fram ........ kr. 61.600,00 Flutningskostn. á áburði austur yfir Hellisheiði, í stað þess að senda hann til Eyrarbakka ........ — 3.850,00

Til S. Í. S. fyrir vinnu við afhendingu og útsendingu áburðarins. — Skrifstofukostnaður innanlands og utan, þar með talin þátttaka í húsaleigu; ritföng, símakostnaður, innheimta o, fl. ... .. — 7.300,00

Annar kostnaður, þar í talin húsaleiga, keyrsla, vinna við birgðir, vátrygging o. fl. o. fl. .............. — 20.430,00

Kostnaður alls kr. 93.000,00

Frá kostnaðinum dregst 2% álagning af hinum selda áburði, ca. kr. 8.000,00. Yfirleitt virðast menn vera mjög ánægðir með áburðareinkasöluna eins og hún hefir verið framkvæmd. Því miður veldur breyting sú, sem síðasta þing gerði á lögunum um tilbúinn áburð, nokkurri verðhækkun á áburðinum, þrátt fyrir það, þótt flestar tegundir áburðar hafi lækkað nokkuð í verði. Er hætt við, að breytingin muni fremur draga úr aukinni áburðarnotkun, þrátt fyrir það, þótt þeir, sem hafa erfiða aðdrætti, fái nokkurn hluta af andvirði áburðarins endurgreiddan eftir á sem flutningsstyrk.

Þessi áburðarverzlun var af ríkisstjórninni falin Sambandi ísl. samvinnufélaga, og hafði það verzlunina að öllu leyti með höndum fyrir ríkissjóð. Ég finn ástæðu til að vekja athygli á einum lið í þessari skýrslu. Það er greiðslan til Sambandsins sjálfs fyrir alla vinnu þess, umsjón og innheimtu. Fyrir það allt tekur sambandið einar 7.300 krónur.

Hér er vissulega ekki verið að hafa ríkissjóð fyrir féþúfu.

Auk ræktunarmálanna voru óvenjumiklar framkvæmdir í sveitunum um byggingar. Byggingar- og landnámssjóður tók til starfa á árinu og lánaði til byggingar síðari helming ársins 356 þús. kr. Auk þess mun Ræktunarsjóður eitthvað hafa lánað til bygginga.

Framkvæmdir ríkissjóðs voru miklar á árinu. Auk hinna stórfelldu vega- og brúagerða og símalagninga var á þessu ári byrjað á byggingu síldarbræðslustöðvarinnar á Siglufirði. Er hún nú komin vel á veg, og hefir fjárframlag til hennar numið 450 þús. kr. fram að síðustu áramótum.

Prentsmiðja hefir verið keypt og tók ríkissjóður við henni 1. janúar síðastl. Er ákveðið, að hún starfi sem sjálfstætt fyrirtæki.

Skrifstofuhús landsins er nú í byggingu, og mun verða farið að flytja í það á næsta vori. Fjárframlag til þess hefir numið fullum 100 þús. kr.,

Snemma í haust, 25. sept., var útboð í nýja bæjarsímastöð fyrir Reykjavík sent stærstu og þekktustu verksmiðjum í þeirri grein í Evrópu, og var leitað tilboðs bæði fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð með sjálfvirkri afgreiðslu milli bæjanna; ennfremur var hjá sömu firmum leitað tilboða í £ 55.000,— (=1.220.000 ísl. kr.) lán til að reisa miðstöðvarhúsið fyrir ásamt hinu nýja símahúsi í Reykjavík.

Í síðasta mánuði komu tilboð frá 5 firmum, og var verðið frá 630.000 ísl. kr. og upp í 970.000 krónur fyrir Reykjavík eina, en frá 680.000 og upp í 1.070.000 kr. fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð.

Aðgengilegast þótti að velja kerfi L. M. Ericssons í Stokkhólmi, og hafa samningar verið undirskrifaðir um kaup á sjálfvirkum miðstöðvum fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð fyrir samtals 683.000 ísl. kr., og ennfremur var ákveðið að taka lánstilboði L. M. Ericssons að upphæð £ 55.000 til 15 ára með 6% vöxtum, og er það affallalaust. Árlegar afborganir og vextir af þessu láni nema um 126.000 ísl. krónum, þannig að alltaf verður greidd hér um bil sama upphæð árlega í þessi 15 ár. Eftir stærð miðstöðvanna og afkasti er verð þeirra alveg óvenjulega lágt, og lánskjörin verður líka að telja mjög góð, eftir því sem nú gerist. Láninu á að verja til greiðslu á andvirði þessara tveggja miðstöðva og til byggingar nýja símahússins í Reykjavík og endurbóta á línukerfinu.

Stöðvartilboðið felur í sér sjálfvirka miðstöð í Reykjavík fyrir 4.000 notendur og aðra í Hafnarfirði fyrir 300 notendur. Þetta má auka upp í 9.000 notendur í Reykjavík og 900 í Hafnarfirði án þess að reisa þar nýtt hús, en annars ótakmarkað án nokkurs baga fyrir afgreiðsluna. Auk þess eru í tilboðinu falin 4.800 talfæri og sérstakt borð í Reykjavík til að afgreiða samtöl við aðrar stöðvar á landinu, og er afgreiðslan fyrir þær að nokkru leyti líka sjálfvirk, og ennfremur er innifalin mestöll uppsetning. Hvert innanbæjarsamtal í Reykjavík og Hafnarfirði er talið sjálfkrafa hjá þeim notanda, er hringir upp, og sömuleiðis samtölin milli þessara bæja, en þó er sá munur, að hvert samtal milli bæjanna er talið sem sex innanbæjarsamtöl, og er það sjálfkrafa rofið; er það hefir staðið í 5 mínútur. Er nú í ráði að láta hvern notanda greiða árlegt gjald sitt, eftir því hve oft hann hefir hringt upp og fengið samtöl. Þeir, sem lítið tala í síma, munu þá greiða miklu minna gjald en nú, og þeir, sem tala lítið innanbæjar, en allmikið milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, þurfa þá ekki að greiða meir en aðrir, sem tala meira innanbæjar og lítið milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Með þessu ætti að fást réttlátari gjaldaskipting og sem flestum verða kleift að fá sér síma.

Það þótti ekkert áhorfsmál að velja sjálfvirka stöð í Reykjavík fram yfir handvirka, því bæði verður rekstrarkostnaður að meðtöldum vöxtum og fyrningu mun minni og afgreiðslan miklu hraðari og öruggari. Sjálfvirka stöðin á þegar í byrjun að geta afgreitt 48.000 innanbæjarsambönd á dag, og þarf til gæzlu hennar um 4 menn á verkstæði, en til að afgreiða jafnmörg samtöl á dag með handvirkri stöð, þyrfti um 50 konur við miðstöðina, 2 menn á verkstæði, og þó væri afgreiðslan lakari.

Þörfin fyrir nýja bæjarsímastöð í Reykjavík var orðin ákaflega brýn, öll númer (2.400) upptekin, og bíða nú mörg hundruð manns eftir að fá númer.

Sjálfvirka stöðin í Hafnarfirði á í byrjun að geta afgreitt 1.800 samtöl á dag innanbæjar, og um 700 samtöl. milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Við afgreiðslu þessa þyrfti 8–9 símakonur í Hafnarfirði og 5 í Reykjavík (á landssímanum). Þegar sjálfvirk stöð kemur í Hafnarfirði, sparast þetta alveg, og er munurinn meira en nógur til að greiða vexti og fyrningu af stofnkostnaðarauka o. þvíl. við sjálfvirka stöð þar.

Hér læt ég staðar numið. Góðærin síðustu hafa leyst úr læðingi bundnar þrár um meira starf. Við búum í landi, sem ekki er enn hálfnumið eftir 1.000 ára ábúð. Verkefnin eru ótæmandi til sjávar og sveita. Í þessum ófæddu störfum liggur þróttur þjóðarinnar, framtíð hennar og vonir.

Þá vil ég leggja til, samkvæmt gamalli venju, að þessari 1. umr. verði frestað og frumvarpinu vísað til fjvn.