11.04.1930
Neðri deild: 77. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1551 í B-deild Alþingistíðinda. (2038)

8. mál, bændaskóli

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Út af þessu vil ég skjóta því til hæstv. forseta, hvort ekki sé rétt að bera það undir deildina með nafnakalli, hvort fundi skuli haldið áfram eða ekki, og beita síðan ákvæðum þingskapanna gegn þeim, sem ekki eru viðstaddir. Ég verð að álíta þetta hátterni hv. þm. alveg óverjandi, að stökkva burt í stórhópum, meðan umr. er ólokið, jafnvel þó fundartími sé óvanalegur.