14.04.1930
Efri deild: 77. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1578 í B-deild Alþingistíðinda. (2074)

2. mál, fjáraukalög 1928

Fjmrh. (Einar Árnason):

Þetta frv., sem hér liggur fyrir, var lagt fyrir Nd. Alþ. í byrjun þings. Nú er komið að þinglausnum, þegar frv. kemur hér til 1. umr. Nú mun það vera vilji margra þm., að þinginu geti orðið lokið á næstu dögum. Verður því að hraða afgreiðslu þeirra mála mjög, sem á annað borð eiga að fá fulla afgreiðslu. Af þessu leiðir einnig það, að lítill tími verður fyrir þá n., sem fær þetta frv. til meðferðar, að rannsaka það gaumgæfilega. Tæpast mun þó hlýða, að þetta frv. og næstu tvö málin (landsreikn. '28 og fjáraukal. '29) fari nefndarlaust í gegnum þessa deild. En verði það ofan á í deildinni, þá mun ég ekki setja mig á móti því. Fari það hinsvegar í n., sem ég geri ráð fyrir, þá vil ég óska þess, að n. hraði störfum sínum eftir föngum, svo málið geti fengið fulla afgreiðslu á næstu dögum.