29.03.1930
Neðri deild: 66. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1603 í B-deild Alþingistíðinda. (2118)

361. mál, fjáraukalög 1929

Magnús Jónsson:

Í sambandi við það, sem rætt er um alþingishátíðarkostnað, vildi ég biðja hv. fjvn. að fá hjá framkvæmdastjóra hátíðarinnar skýrslu um, hvernig þessi kostnaður skiptist, og lagfæra síðan 9. gr. frv. með þær upplýsingar fyrir augum. Það er alkunnugt, að mikið af þessu fé, sem um er að ræða í þessari gr., hefir gengið til framkvæmda, sem ekki er rétt að telja með hátíðarkostnaði. Ég ætla ekki nú að fara að rifja upp deilu mína við hæstv. dómsmrh. um þetta. En til þess að fjáraukalögin verði ekki villandi, verður að breyta þessari grein, og það er hægt eftir þessari skýrslu.