11.04.1930
Neðri deild: 77. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1621 í B-deild Alþingistíðinda. (2133)

361. mál, fjáraukalög 1929

Magnús Torfason:

Ég tek ekki til máls af því, að mér sé skylt að verða hér fyrir svörum. Það er vitanlega stjórnarinnar að svara, ef hún óskar þess eða telur þess vert. Ég ætla mér ekki heldur að skýra málið neitt af minni hálfu. Eins og hv. þm. er kunnugt, er mér meinað að greiða atkv. um tillöguna, og því síður er rétt af mér að reifa málið á nokkurn hátt og reyna þannig að hafa áhrif á atkvgr. Og ég skal gera meira. Ég skal fara út meðan þetta verður rætt, svo að ekki verði sagt, að ég sé að horfa atkv. út úr hv. þdm. Annars get ég lýst yfir, að ég læt mér í léttu rúmi liggja, hvort ég verð útlægur um nokkra tíeyringa. Að síðustu skal ég geta þess, að ég mun taka hv. þm. Borgf. og þann, sem hann sendi, til bæna við eina umr. fjárl., þegar þau koma aftur úr hv. Ed., ef efni verða til.