14.02.1930
Neðri deild: 25. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1630 í B-deild Alþingistíðinda. (2160)

116. mál, ábyrgð rekstrarláns til útgerðar

Héðinn Valdimarsson:

Það hefir nú komið fram, sem við jafnaðarmenn spáðum, að þetta mál myndi kosta ríkið nokkuð. Ef okkar till. hefði verið framfylgt, þá hefði þetta aldrei komið til mála. Það virðist svo, sem stj. Landsbankans virðist ekki algerlega tryggt að lána út á þau veð, sem Íslandsbanki hefir tekið gild, en við jafnaðarmenn höfum lýst yfir því, að við viljum gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að styrkja atvinnuvegina, og því munum við greiða atkv. með þessu frv.